Dönum sagt að eignast fleiri börn

Carina Christensen, fjölskylduráðherra Danmerkur, ætlar að láta rannsaka hvers vegna hjón eignast ekki fleiri börn en raun ber vitni. Að meðaltali eru 1,8 börn í hverri fjölskyldu en Christensen segir við Berlingske Tidende að ef þrjú börn væru í hverri fjölskyldu þýddi það að 15 þúsund fleiri börn fæddust árlega. „Og við höfum þörf fyrir þau," segir hún.

Christensen segir að rannsóknir sýni, að fólk vilji gjarnan eiga þrjú börn ef þau ættu um það val. Hún ætlar nú að láta skoða hvaða hindranir séu í vegi fyrir því að pör eignist fleiri börn.

Í næsta mánuði mun sérstök fjölskyldunefnd leggja fram tillögur um lagabreytingar sem eiga að auðvelda barnafjölskyldum lífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert