Bindandi samkomulag ESB í mótun

Jacques Chirac forseti Frakklands og Angela Merkel kanslari Þýskalands í …
Jacques Chirac forseti Frakklands og Angela Merkel kanslari Þýskalands í Brussel í dag. Reuters

Evrópusambandið samþykkti í grundvallaratriðum bindandi samkomulag um að draga úr gróðurhúsalofttegundalosun. Sænski forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt tilkynnti það fyrir skömmu eftir fund ESB í Brussel en sagði jafnframt að það þyrfti að fara fram viðræður um hvað það þýddi fyrir hvert land í sambandinu.

Samkvæmt fréttavef BBC munu leiðtogar landa innan ESB skuldbindi sig til að draga úr gróðurhúsalofttegundum um 20% fyrir 2020 miðað við losunina 1990. Fyrir liggur einnig tillaga um skuldbindingu þess eðlis að 20% af orkuneyslu ESB komi frá umhverfisvænum orkuverum um 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert