Sviðsetti eigið mannrán

Fjórtán ára drengur í Kasakstan reyndi að blekkja ríka foreldra sína til að greiða lausnargjald fyrir sjálfan sig með því að sviðssetja mannrán á sjálfum sér. Drengurinn skildi um síðustu helgi eftir kröfu um lausnargjald á heimili þeirra í borginni Pavlodar í norðurhluta landsins. Þar stóð: „Ef þið viljið sjá son ykkar á lífi þurfið þið að greiða 40 þúsund tenge ( 22,700 íslenskar krónur). Setjið peningana í póstkassann.”

Hinir áhyggjufullu foreldrar gerðu lögreglu viðvart og fann hún drenginn nokkrum dögum síðar í tölvuleikjaklúbbi.

Samkvæmt lögreglunni mun þetta ekki vera í fyrsta sinn sem hann reynir að pretta foreldra sína til að komast yfir peninga. Í febrúar skildi hann eftir skilaboð til þeirra þar sem stóð að þau væru ólöglegir íbúar í íbúðinni og því ættu þau að setja 30 þúsund tenge í póstkassann daginn eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert