Bretar munu kynna lög er sem ætlað er að draga úr losun koldíoxíðs

Bretar hyggjast draga úr losun koldíoxíðs í landinu um 60% …
Bretar hyggjast draga úr losun koldíoxíðs í landinu um 60% fyrir árið 2050. Reuters

Breska ríkisstjórnin mun í dag kynna lagafrumvarp er varðar veðurfarsbreytingar, en markmið frumvarpsins er að draga úr losun koldíoxíðs í Bretlandi um 60% fyrir árið 2050.

Að sögn ráðherra skapa lögin lagaramma sem gerir Bretlandi kleift að umbreytast í hagkerfi þar sem með losun koldíoxíðs er haldið í lágmarki, en Bretar yrðu jafnframt fyrsta þjóðin í heiminum sem væri með slíkan lagaramma.

David Miliband, umhverfisráðherra Bretlands, hefur hafnað því, sem stjórnarandstaðan hefur kallað eftir, að Bretar setji sér markmið á ári hverju hvað varðar losun gróðurhúslofttegunda.

„Það er ekki mjög skynsamlegt að breyta stefnunni og byggja það á grundvelli veðurfars á eins árs tímabili,“ sagði hann við BBC.

„Við teljum að það sé rétt að við gerum koldíoxíð fjárlög að lögum á fimm ára fresti, þannig getum við skapað fyrirtækjum traustan grundvöll 15 ár fram í tímann og þannig getum við fjárfest í framtíðinni,“ sagði Miliband.

„Í staðinn þurfum við lagaramma sem skapar fyrirtækjum og einstaklingum traustan grundvöll hvað varðar hvernig landið okkar mun breytast til þess að taka á veðurfarsbreytingum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert