Flogið verður til Bretlands með gísla sem komið var til bjargar í Eþíópíu

Fimm Evrópumenn sem var bjargað eftir að hafa verið rænt í Eþíópíu munu fljúga til Bretlands í dag. Menn óttast hinsvegar um afdrif átta Eþíópíumanna sem var rænt á sama tíma og eru enn í haldi.

Fólkinu sem var bjargað, fjórir Bretar og frönsk kona, gistu í breska sendiráðinu í Asmara í Erítreu eftir að þeim hafði verið komið til bjargar.

Læknar skoðuðu fólkið, sem hafði verið í gíslingu í tæpar tvær vikur, og sögðu að allir væru við góða heilsu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert