Norðmenn aflétta viðskiptabanni á heimastjórn Palestínumanna

Stuðningsmenn Hamassamtakanna tóku þátt í útifundi í Hebron í gær.
Stuðningsmenn Hamassamtakanna tóku þátt í útifundi í Hebron í gær. Reuters

Norðmenn hafa fyrstir Evrópuþjóða aflétt viðskiptabanni á heimastjórn Palestínumanna en ný þjóðstjórn Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar tók við völdum á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna í gær. Þá átti Raymond Johansen, aðstoðarutanríkisráðherra Noregs, fund með Ismail Haniyeh, forsætisráðherra þjóðstjórnarinnar á Gasasvæðinu í morgun. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Johansen flaug til Miðausturlanda í gær og stendur til að hann hitti fleiri palestínska áhrifamenn í dag en Norðmenn voru meðal þeirra vestrænu þjóða sem veittu Palestínumönnum hvað mesta fjárstyrki áður en heimastjórn Hamas-samtakanna tók við stjórn svæðanna fyrir ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert