Ahmadinejad hefur ekki áhyggjur af því að Bandaríkin geri árás á Íran

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, er hvergi banginn.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, er hvergi banginn. Reuters
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í samtali við franska sjónvarpsstöð í dag að hann hafi „ekki áhyggjur“ af þeim möguleika að Bandaríkin geri árás á landið.

„Við höfum ekki áhyggjur af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að allar kringumstæður fyrir slíkri árás eru þeim óhagstæðar. Og ég veit fyrir víst að það eru skynsamir aðilar í Bandaríkjunum sem myndu ekki heimila slíkt,“ sagði Ahmadinejad við viðtali við France 2.

Hann sagði jafnframt að hann muni kynna „nýjar tillögur“ varðandi kjarnorkuáætlun Írans. Þá sagði hann að aðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, um að beita Íran harðari refsiaðgerðum, væru ólögmætar.

„Það er löglegt að auðga úran. Afstaða Bandaríkjanna og Breta í öryggisráðinu er hinsvegar ólögmæt.“

Ríkin 15 sem eiga sæti í öryggisráði SÞ hittust nú á lokuðum fundi nú kl. 21 að íslenskum tíma til þess að ræða þær breytingar á refsiaðgerðum sem sexveldin í öryggisráðinu samþykktu í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6: 4 weeks...
Rýmingarsala
Rýmingarsala á bókum um helgina 50% afsláttur allt á að seljast Hjá Þorvaldi í K...
Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson tók saman. Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 var óg...
Haustútsala
HAUSTÚTSALA alls konar nærfatnaður á 30% afslætti Laugavegi 178, sími 551 3366. ...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...