Tveggja ára stúlka undir áhrifum kókaíns

Tæplega tveggja ára gömul stúlka á Flórída í Bandaríkjunum reyndist vera undir áhrifum kókaíns í leikskólanum. Foreldrar litlu stúlkunnar og lögregla rannsaka nú hvað hafi gerst en foreldrarnir segja að stúlkan hafi verið eðlileg þegar farið var með hana í skólann.

Að sögn blaðsins Jacksonville's Time-Union tóku kennarar í leikskólanum eftir því að barnið var óstöðugt á fótunum og vildi ekki borða. Foreldrarnir fóru þá með hana á sjúkrahús í Jacksonville og þar kom í ljós að barnið var undir áhrifum kókaíns.

Blaðið segir, að bæði foreldrarnir og starfsmenn leikskólans hafi verið sett í lyfjapróf í kjölfarið og þau reyndust öll neikvæð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert