Skólp flæddi yfir þorp á Gaza

Þrír létust er veggur stórrar safnþrór gaf sig og leðja og skólp flæddi yfir þrjú þúsund manna þorp á Gaza-svæðinu. Læknar sem hlúa að slösuðum á staðnum hafa staðfest að þrír íbúanna hafi látist í flóðinu og að 25 hafi slasast.

Íbúar þorpsins segja að 200 manns sé saknað og að þrjú þúsund íbúar hafi flúið eða verið bjargað af svæðinu af neyðarþjónustu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert