Arnold Schwarzenegger mun ávarpa landsfund breska Íhaldsflokksins

Arnold Schwarzenegger hefur boðið íhaldsmönnum í Bretlandi krafta sína.
Arnold Schwarzenegger hefur boðið íhaldsmönnum í Bretlandi krafta sína. Reuters

Hollywoodstjarnan og ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, mun vera heiðursgestur á landsfundi breska Íhaldsflokksins sem fram fer á þessu ári. Frá þessu greindu breskir íhaldsmenn í dag.

Schwarzenegger, sem er repúblikani, mun flytja ræða á ráðstefnunni sem fram fer í Blackpool í september.

„Það gleður mig að Schwarzenegger ríkisstjóri hafi þegið boð mitt um að ávarpa landsfundinn okkar á þessu ári,“ sagði leiðtogi Íhaldsflokksins David Cameron.

„Schwarzenegger ríkisstjóri fór fyrir stórbrotinni endurnýjun lífdaga flokks síns í Kaliforníu og sem ríkisstjóri hefur hann sýnt fram á mikla leiðtogahæfni, og umfram allt hefur hann verið frumkvöðull á sviði umhverfisverndar en hann hefur leitað eftir samvinnu pólitískra andstæðinga í þeim tilgangi.“

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur einnig hrósað Schwarzenegger, en þeir hittust á síðasta ári til þess að ræða umhverfismál.

Blair hældi leiðtogahæfni Schwarzeneggers eftir að sá síðarnefndi hafði undirritað lagafrumvarp sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Kaliforníu.

Þá spaugaði Blair með það að hann hafi öfundað Schwarzenegger af stæltum líkama sínum eftir að hafa hitt fyrrum vaxtarræktarkappann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert