Marokkó leggur til að kosið verði um sjálfsstjórn í Vestur Sahara

Yfirvöld í Marokkó hafa lagt til að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla til að ákvarða hvort Vestur Sahara eigi að fá rétt til sjálfstjórnar með marokkóskan þjóðarleiðtoga, en andspyrnuhreyfingin Polisario Front hefur andmælt því á þeim forsendum að um 300 þúsund Marokkóbúar hafi verið fluttir á inn í landið síðan það var hernumið 1975.

Marokkó lagði tillögu sína fyrir framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna Ban ki-Moon í gær og lagði til að sjálfstjórnarsvæðið hefði þing samansett af fulltrúum hinna ýmsu þjóðflokka sem búa á svæðinu.

Marokkó tók hið berangurslega svæði yfir þegar fyrrum nýlenduherrarnir Spánn fóru þaðan snemma á áttunda áratugnum. Um 300 þúsund Marokkóbúar voru fluttir þangað upp úr 1975. Svæðið er ríkt af fosfati.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert