Vændishringur leystur upp í Gautaborg

Fjórir Rússar, þrír karlar og ein kona, voru handteknir í Gautaborg í Svíþjóð i dag grunaðir um að hafa rekið vændishring í borginni. Þá hafa tuttugu Svíar verið handteknir og eru grunaðir um að hafa keypt vændi af Rússunum, þeir verða líklega ákærðir.

Talið er að Rússarnir hafi flutt á ólögmætan hátt níu rússneskar konur til landsins og skipulagt vændi þeirra á árunum 2003 - 2006.

Ekki er ólöglegt samkvæmt sænskum lögum að stunda vændi, en hins vegar er ólöglegt að kaupa það. Yfirleitt fá sökudólgar í slíkum málum sekt, en hyggst saksóknarinn Thomas Ahlstrand gefa út ákærur á hendur mönnunum þar sem hann segir að vitnisburður þeirra sé mikilvægur sem sönnunargögn í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert