Al-Qaeda í Írak sagt vera að undirbúa umfangsmiklar árásir

Leiðtogar al-Qaeda í Írak eru sagðir vera að skipuleggja umfangsmiklar hryðjuverkaárásir á Bretland og önnur vestræn skotmörk með aðstoð stuðningsmanna í Íran. Blaðið Sunday Times segir frá þessu og vitnar til skýrslu frá bresku leyniþjónustunni, sem blaðið komst yfir.

Í skýrslunni segir að einn af hryðjuverkamönnunum hafi sagst vera að áforma árás, sem verði hliðstæð kjarnorkuárásum Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki í Japan í lok síðari heimsstyrjaldar.

Þá segir í skýrslunni, að hugsanlega áformi hryðjuverkamenn að gera árás á sama tíma og Tony Blair hætti sem forsætisráðherra Bretlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert