Rússar hóta aðgerðum vegna styttu

Óeirðalögregla reynir að hafa hemil á mótmælendum í miðborg Tallinn.
Óeirðalögregla reynir að hafa hemil á mótmælendum í miðborg Tallinn. Reuters

Forseti rússneska þingsins hvatti í morgun til þess að stjórnmálasambandi yrði slitið við Eista í hefndarskyni fyrir að sóvéskt stríðsminnismerki var fjarlægt úr miðborg Tallinn í nótt. Kosið verður um tillöguna síðar í dag, en hún er þó ekki bindandi þótt hún verði samþykkt.

Miklar óeirðir urðu í Tallinn eftir að undirbúningur hófst að flutningi styttunnar, og var ákveðið að flytja hana þegar í stað. Styttan var reist árið 1947 og er af sóvéskum hermanni. Eistum þykir mörgum hún minna á áratuga yfirráð Sóvétmanna yfir landinu en Rússar og Eistar af rússneskum uppruna segja styttuna vera minnisvarða um þá sem létu lífið í baráttunni við nasismann í síðari heimsstyrjöldinni.

Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, Mikhaíl Kamynin, kallaði aðgerðir eistnesku stjórnarinnar ómennskar og að Rússar muni endurskoða samskipti sín við Eista í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert