Talið að Wolfowitz hafi brotið siðareglur Alþjóðabankans

Paul Wolfowitz.
Paul Wolfowitz. Reuters

Bandaríska dagblaðið Washington Post sagði í dag, að sérstök nefnd sem skipuð var innan Alþjóðabankans til að fjalla um mál Pauls Wolfowitz, framkvæmdastjóra bankans, hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið siðareglur með því að útvega unnustu sinni launahækkun og annað starf. Nefndin hefur hins vegar ekki komist að niðurstöðu um hvort hún mæli með afsögn Wolfowitz.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert