Lést í rússibanaslysi í Legolandi

Frá Legoland í Billund.
Frá Legoland í Billund.

Tuttugu og eins árs kona, sem var starfsmaður í danska skemmtigarðinum Legolandi, lést samstundis í gær þegar rússibanavagn lenti á henni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Billund hoppaði konan yfir öryggisgirðingu til að ná í veski sem einn farþeganna hafði misst nálægt rússibanabrautinni og þá lenti vagninn á henni.

„Við erum í áfalli," sagði Henrik Höhrman, framkvæmdastjóri Legolands, í samtali við AP-fréttastofuna og sagði að ekkert þessu líkt hafi gerst í skemmtigarðinum áður.

Skemmtigarðurinn Legoland var opnaður í Danmörku árið 1968 og er rétt við Billund sem um 240 kílómetra vestur af Kaupmannahöfn. Skemmtigarðurinn var opinn eins og venjulega í dag en rússibaninn þar sem slysið varð var, er lokaður vegna lögreglurannsóknar.

Árið 2005 seldi Lego skemmtigarðana sína fjóra í Danmörku, Bretlandi, Kaliforníu og í Þýskalandi til bandaríska fjárfestingafyrirtækisins Blackstone Capital Partners.

Heimasíða Legoland

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert