Siniora gagnrýnir skýrslu um stríðið í Líbanon

Fuad Siniora forsætisráðherra Líbanons segir stríðsrekstur Ísraela gegn Líbanon ekki …
Fuad Siniora forsætisráðherra Líbanons segir stríðsrekstur Ísraela gegn Líbanon ekki hafa fært Ísraelum öryygi Reuters

Líbanski forsætisráðherrann Fuad Siniora sagðist í dag harma að rannsókn Ísraela á stríðinu í Líbanon á síðasta ári hafi ekki minnst á það sem mestu máli skipti, að herferðir færi Ísraelum ekki öryggi.

„Herferðir Ísraela gegn Líbanon hafa ekki fært ríki gyðinga öryggi”, sagði Siniora fjölmiðlamönnum í dag og átti þar við árásir Ísraela árin 1978, 1982, 1993, 1996 og 2006.

„Winograd-skýrslunni tókst ekki að sýna fram á hina raunverulegu lexíu, þessi stríð hafa sýnt að þau tryggja ekki öryggi Ísraels og þau leiða ekki til friðar.”

Nefndin sem vann að skýrslunni gagnrýndi ísraelska forsætisráðherrann Ehud Olmert og aðra ráðamenn fyrir alvarleg mistök, skort á dómgreind, ábyrgðarleysi og ofmetnað. Í skýrslunni er stríðið sjálft ekki gagnrýnt sem slíkt, heldur framkvæmd þess og skipulagsleysi.

Um 1.200 létust í Líbanon í stríðinu á síðasta ári, flestir óbreyttir borgarar. 162 Ísraelar létu lífið, flestir hermenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert