Kosningar á Bretlandi

Tony Blair býr sig undir síðustu kosningarnar.
Tony Blair býr sig undir síðustu kosningarnar. Reuters

Í dag fara fram þingkosningar í Skotlandi og Wales og víða eru einnig sveitastjórnarkosningar í Englandi. Í Skotlandi er kosið um 129 sæti á þinginu í Edinborg og í Wales er kosið um 60 sæti. Í Englandi fara fram kosningar í 312 sveitarstjórnum. Þetta eru síðustu kosningar Verkamannaflokksins undir stjórn Tonys Blair.

Á tólf stöðum verða gerðar tilraunir með tölvuvædda kosningu.

Samkvæmt breska dagblaðinu The Guardian eru Verkamannaflokkurinn og Skoski þjóðernisflokkurinn hnífjafnir í skoðanakönnunum en líklegt er talið að Verkamannaflokkurinn muni tapa fylgi í Wales þó hann verði áfram stærsti flokkurinn og tapi á bilinu 300 til 600 sætum í ensku sveitastjórnarkosningunum.

Ekki er reiknað með endanlegum niðurstöðum fyrr en eftir hádegi á morgun.

Blair hættir þingmennsku
Tony Blair hyggst hætta þingmennsku er hann segir af sér sem forsætisráðherra segir í frétt AP fréttastofunnar og er reiknað með að hann tilkynni þetta í kjördæmi sínu, Sedgefield í Norður-Englandi í lok næstu viku. Skrifstofa forsætisráðherrans svaraði engum spurningum um þessa staðhæfingu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert