Flugskeytum skotið á Ísrael, hernaðaraðgerðir heimilaðar

Tveir Ísraelar slösuðust lítillega er flugskeyti sem skotið var frá Gasasvæðinu hafnaði á heimili í bænum Sderot í suðurhluta Ísraels í dag. Hamas-samtök Palestínumanna hafa lýst því yfir að þau hafi skotið átta flugskeytum yfir landamærin til Ísraels í dag og höfnuðu sex þeirra í Sderot. Öryggismálanefnd ísraelska þingsins hefur þegar veitt Ísraelsher heimild til hernaðaraðgerða til að koma í veg fyrir áframhaldandi flugskeytaárásir frá Gasasvæðinu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert