Hvalirnir snéru við aftur

Ferðalag tveggja háhyrninga um Sacramentoá í Kalíforníu tók á ný óvænta stefnu í gærkvöldi því eftir að hafa synt til baka niður ána rúmlega 32 km vegalengd snéru þeir aftur við og stefna nú upp ána á ný. Skeyttu þeir engu þótt bandaríska strandgæslan reyndi að verja þeim leiðina með bátum.

Undir kvöld í gær syntu hvalirnir, kýr og kálfur, í hringi í ánni um þrjá kílómetra norður af Rio Vista brúnni. Strandgæslumenn segja, að hvalirnir virðist rammvilltir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert