Mesta magn eiturlyfja sem lagt hefur verið hald á í Hollandi

Met var slegið hjá lögreglunni í Hollandi í þessari aðgerð.
Met var slegið hjá lögreglunni í Hollandi í þessari aðgerð. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hollensk yfirvöld lögðu hald á mesta magn af eiturlyfjum framleiddum í rannsóknarstofu sem sögur fara af. Tvær og hálfa milljón e-töflur og hráefni í átta milljón töflur til viðbótar fundust við leit lögreglunnar í vöruhúsi í suðurhluta Veldhoven og hefur aldrei fyrr verið lagt hald á meira magn þar í landi.

Einnig var lagt hald á tæplega 300 kíló af amfetamíndufti og 200 kíló af hassi.

Að sögn lögreglunnar var búið að pakka eiturlyfjunum í fötur sem búið var um í trékössum. Hollenska lögreglan metur andvirði eiturlyfjanna á marga tugi milljóna evra.

Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við málið en það er enn í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert