Myrti foreldra sína og systur til að komast yfir fjölskyldufyrirtækið

Shawn Bentler ásamt lögmönnum sínum.
Shawn Bentler ásamt lögmönnum sínum. AP

Atvinnulaus bandarískur 23 ára gamall karlmaður var í síðustu viku fundinn sekur um að hafa myrt foreldra sína og þrjár systur til að komast yfir fjölskyldufyrirtækið. Maðurinn hélt fram sakleysi sínu en dómari taldi sekt hans sannaða.

Maðurinn, sem heitir Shawn Bentler, var fundinn sekur um að hafa myrt foreldra sína, Michael og Sandra Bentler og systur sínar, Sheena, 17 ára, Shelby, 15 ára og Shayne, 14 ára en þau fundust skotin til bana á heimili sínu í Iowa í Bandaríkjunum.

Saksóknarar sögðu, að Bentler, sem er tveggja barna faðir, hafi viljað komast yfir sögunarmyllu, sem fjölskyldan átti.

Aðalsönnunargagnið var símtal til neyðarlínu kvöldið sem morðin voru framin. Þar heyrist ein stúlkan hrópa að bróðir hennar „ætli að gera eitthvað" og síðan heyrast skothvellir og konurödd hrópar nafn Shawns.

Verjendur Bentlers reyndu að sýna fram á að samband hans við fjölskylduna hefði verið gott og hann hefði ekki haft tíma til að fara frá heimili sínu í Illinois, í 100 km fjarlægð til Bonaparte í Iowa og síðan heim aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert