Bush vottar föllnum hermönnum virðingu sína

George W. Bush Bandaríkjaforseti heimsótti í dag Arlington-kirkjugarðinn í Virginínu þar sem hann vottaði bandarískum hermönnum sem hafa fallið átökum virðingu á minningardegi Bandaríkjanna (e. Memorial Day)

Bush flutti ávarp eftir að hafa lagt blómsveig við grafhýsi óþekktra hermanna og hitt fjölskyldur nokkurra hermanna sem hafa fallið við skyldustörf. Í ávarpinu sagði Bush að stríðin í Írak og Afganistan væru örlög Bandaríkjanna. Hann sagði stríðin vera hluti af ríkri hefð svipaðra bandarískra fórna sem landið hefur þurft að færa í gegnum söguna.

Á meðan fallinna hermanna var minnst í Bandaríkjunum héldu átökin og ofbeldisverkin áfram í Írak þar sem sjálfsvígssprengjumaður banaði a.m.k. 21 þar sem hann sprengdi sig í fjölförnu verslunarhverfi í Bagdad.

Bush talaði um þá rúmlega 368.000 hermenn sem hvíla í garðinum. „Ekkert sem sagt verður með orðum mun lina ykkar þjáningar. En hver og einn ykkar verður að vita að þjóðin stendur í þakkarskuld við ykkur og við fögnum ykkur og við munu aldrei gleyma þeim mikla missi sem þið hafið mátt þola.“

Bush lagði blómsveig við grafhýsi óþekktu hermannanna í Arlingtonkirkjugarðinum í …
Bush lagði blómsveig við grafhýsi óþekktu hermannanna í Arlingtonkirkjugarðinum í Virginíu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert