Villtir hvalir á leið út á haf á ný

Hvalirnir, sem nefndir hafa verið Delta og Dawn, í Sacramentoá.
Hvalirnir, sem nefndir hafa verið Delta og Dawn, í Sacramentoá. Reuters

Tveir hnúfubakar, sem villtust af leið og syntu um Sacramentoá í Kalíforníu, virtust í gærkvöldi vera á leið út á Kyrrahaf á ný. Um er að ræða kýr með kálf. Þau voru komin í ármynnið við San Franciscoflóa. Sögðu líffræðingar, sem hafa rekið dýrin niður ána, að þau hefðu stefnt í rétta átt þegar síðast var vitað.

Starfsmenn bandarísku strandgæslunnar og sjávarútvegsstofnunarinnar hafa undanfarinn hálfa mánuð reynt að reka hvalina niður ána en þeir voru komnir yfir 100 kílómetra uppeftir Sacramentoá. Notaðar hafa verið ýmsar aðferðir, m.a. spiluð hvalahljóð og stálpípur barðar til að framleiða óþægileg hljóð. Sú aðferð sem gafst best var að nota kraftmiklar dælur til að sprauta vatni að hvölunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert