Pappírsvinnan ekki til einskis

Krakkarnir á leikskólanum Sólbrekku.
Krakkarnir á leikskólanum Sólbrekku. Ómar Óskarsson

Tíminn sem leikskólakennarar eyða í að skrifa skýrslur um framgang barnanna veitir þeim faglegan innblástur og gagnast börnunum á sama tíma, ef marka má nýja og óháða, danska rannsókn. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende í dag.

Sú goðsögn að ríkisstarfsmenn drukkni í tilgangslausri pappírsvinnu stenst ekki að öllu leyti. Þegar leikskólakennarar og leiðbeinendur sitja sveittir við skrif á skýrslum um vinnu sína og málefni barnanna, veitir það þeim og samstarfsmönnum þeirra þvert á móti faglegan innblástur, sem gagnast einnig börnunum. Þetta kemur fram í rannsókn dönsku Matsstofnunarinnar.

Stofnunin tók viðtöl við 33 leikskólakennara og leiðbeinendur og niðurstöðurnar hrekja goðsögnina um að þeir sé fastir við skrifborðið við tilgangslausa vinnu á meðan börnin hugsi um sig sjálf. Leikskólakennararnir og leiðbeinendurnir segja vissulega erfitt að finna tíma til þess að skrá vinnuferlið, en þeir séu flestir sammála um það að skriffinnskan bæti starfið.

Yfirmaður Matsstofnunarinnar, Camilla Wang, segir rannsóknina hafa komið til, vegna þess að tilfinning hennar gagnvart leikskólunum passaði ekki við þá neikvæðu mynd sem fjölmiðlar drógu upp. Skýrslugerðin hafi frá byrjun verið miðuð að því að þróa vinnuna með börnunum.

Formaður Kennarasambands Danmerkur, Henning Pedersen, er sammála því að þessi gerð pappírsvinnu sé af hinu góða. Vandamálið liggi í tímafrekum skýrslum, sem ekki hafi neinn eiginlegan tilgang.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert