Sex íraskir fangar létust í árás á fangabúðir

Sex íraskir fangar, allir óbreyttir borgarar, létust í árás sem uppreisnarmenn gerðu í fangabúðum sem Bandaríkjamenn reka í suðurhluta Íraks. A.m.k. 50 eru særðir, allir Írakar. Þá létust 12 íraskir hermenn í sjálfsvígsárás á herstöð í Hilla, um 100 kílómetrum sunnan við Bagdad.

13.000 fangar eru í Bucca-búðunum, sem eru þær langstærstu sem Bandaríkjamenn reka í Írak. Talsmenn Bandaríkjahers segja að eldflaugin hafi verið gerð með sprengjuvörpum eða eldflaugum, en að öðru leyti hafa heryfirvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert