Börn í þrældómi búa til vörur fyrir Ólympíuleikana

Verkakona framleiðir lukkudýr fyrir Ólympíuleikana í Kína 2008. Skipuleggjendur leikanna …
Verkakona framleiðir lukkudýr fyrir Ólympíuleikana í Kína 2008. Skipuleggjendur leikanna hafa lofað að refsa framleiðendum sem verða uppvísir að barnaþrælkun í tengslum við Ólympíuleikana. Reuters

Kínversk börn eru látin vinna við að framleiða söluvarning fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Kína á næsta ári. Þetta kemur fram í rannsókn á aðstæðum verkafólks í fjórum kínverskum verksmiðjum sem framleiða löglega minjagripi tengda leikunum. Börn og unglingar vinna allt að 15 tíma á dag við afar lélegar aðstæður við að framleiða minjagripi.

Þessar staðreyndir koma fram í skýrslu sem lögð var fyrir meðlimi Alþjóða Ólympíunefndarinnar þegar þeir komu saman í London í dag. Í skýrslunni kemur fram að eftirlitsmenn hafi fundið um 20 börn allt niður í 12 ára gömul í verksmiðjunni Le Kit Stationery, í Guangdong. Þau unnu sömu vinnu og fullorðið fólk á lúsarlaunum. Einnig hafi um 3.000 verkamenn hjá verksmiðju í Shenzen fengið um 45% af lágmarkslaunum.

Talsmenn rannsóknarinnar sem unnin var af Playfair Alliance, sögðu þessar niðurstöður vera hneyksli fyrir Ólympíuleikana og þær hugsjónir sem þeir standa fyrir. Aðrir hvöttu til að skipuleggjendur Ólympíuleika ættu að tryggja að þeir væru „þrældómslausir leikar".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert