Íranar stórauka kjarnorkuframleiðslugetu sína

Mohammed ElBaradei, forstöðumaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar
Mohammed ElBaradei, forstöðumaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar Reuters

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin telur að Íranar muni hafa sett upp átta þúsund skilvindur við að auðga úran í desember nk. Það þýðir að Íranar munu hafa stóraukna getu til að framleiða kjarnorku og eykur grunsemdir um að Íranar hyggist framleiða kjarnorkuvopn.

Fréttastofan AFP hefur eftir ónefndum erindreka sem starfar fyrir stofnunina að áhyggjur séu uppi um að Íranar hafi komið sé upp svo mikilli framleiðslugetu, en að spurningum varðandi kjarnorkuframleiðslu þeirra hafi ekki verið svarað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert