Segja að sæmdarglæpum fari fjölgandi í Bretlandi

Banaz Mahmod.
Banaz Mahmod.
Svokallað sæmdarmorð á tvítugri konu í Bretlandi nýverið er fjarri því að vera einsdæmi, segir breskur mannréttindalögmaður við BBC. Konan, Banaz Mahmod, var myrt eftir að hún varð ástfangin af manni sem fjölskylda hennar vildi ekki að hún giftist. Lögmaðurinn, Usha Sood, segir að hundruð „sæmdarglæpa“ framda í Bretlandi á hverju ári.

Faðir Mahmod og frændi voru í gær fundnir sekir um morðið á henni. Talið er að þeir hafi látið myrða hana vegna þess að þeir töldu hana hafa sett blett á sæmd fjölskyldunnar.

Sood sagði í viðtali við BBC að „hvers kyns sæmdarglæpum,“ hvort heldur þeir leiði til morða eða ekki, fari fjölgandi í Bretlandi. Þeir skipti hundruðum á ári hverju.

Talskona réttindasamtaka íranskra og kúrdískra kvenna, tjáði BBC ennfremur að hún teldi að morðum í nafni fjölskyldusæmdar færi fjölgandi. Í sumum tilvikum liti út fyrir að um sjálfsvíg væri að ræða, því að konur væru neyddar til að svipta sig lífi. Lögreglan í Bretlandi verði að taka á þessum málum „af alvöru og nærgætni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Hornstrandabækurnar fyrir fróðleiksfúsa!
Hornstrandabækurnar Allar 5 í pakka 7,500 kr. Upplögð afmælis og tækifærisgjöf....
Ónotaðir Nike hlaupaskór í stærð 42
Til sölu ónotaðir Nike hlaupaskór með innanfótar styrkingu. Stærð EUR 42, US 10...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
 
L edda 6017102419 i
Félagsstarf
? EDDA 6017102419 I Mynd af auglýsing...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...