Offita barna ætti að teljast vanræksla

Offita barna er víða vandamál.
Offita barna er víða vandamál. AP

Breskir læknar segja að offita barna yngri en 12 ára ætti að vera álitin vanræksla af hálfu foreldra, þar sem rannsóknir sýni að offituvandamál hafi verið hluti af 20 barnaverndarmálum í Bretlandi á síðasta ári. Þetta kemur fram á fréttavef Guardian.

Slíkt myndi að öllum líkindum fjölga málum eins og máli móður Conor McCreaddie, átta ára drengs sem vegur 89 kíló, en félagsmálayfirvöld sögðust svipta hana forræði yfir drengnum nema hann léttist.

Yfirvöld í Bretlandi hafa brugðist við mikilli fjölgun á offeitum börnum þar í landi, til dæmis með banni við auglýsingum á ruslfæði fyrir klukkan níu á kvöldin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert