Brjóstagjöf á undanhaldi í Asíu

Aðeins 35% mæðra á Filippseyjum gefa börnum sínum brjóst.
Aðeins 35% mæðra á Filippseyjum gefa börnum sínum brjóst. mbl/Brynjar Gauti

Sífellt færri konur í Asíu gefa börnum sínum brjóst fyrstu 6 mánuðina. Rökræðan um það hvort mæður eigi að gefa brjóst náði til hæstaréttar Filippseyja í dag, þar sem heilbrigðisstarfsmenn héldu því fram að auglýsingar létu konur halda að mjólkurformúla væri betri en þeirra eigin mjólk.

Aðeins 35% mæðra á Filippseyjum gefa börnum sínum brjóst og ólíkt Evrópu og Bandaríkjunum fækkar þeim um alla Asíu. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðið á það ráð að banna markaðsókn gagnvart foreldrum barna yngri en tveggja ára, sem segir að börn verði heilbrigðari og gáfaðri sé þeim gefin formúla.

Hæstiréttur Filippseyja stóð upphaflega með kröfum heilbrigðisyfirvalda, en við áfrýjun skipaði hann að strangari reglum um merkingu umbúða formúla verði hætt.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með því að börn fái einungis brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina og haldi áfram að fá hana til tveggja ára aldurs, ásamt mat. Brjóstamjólk er talin koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma, en Alþjóðaheilbrigðisstofnun áætlar að 1,45 milljón börn deyi árlega vegna fækkunar mæðra sem gefa brjóst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert