Danskir veitingamenn æfir vegna reykingabanns

Danir banna reykingar á veitingahúsum 15. ágúst nk.
Danir banna reykingar á veitingahúsum 15. ágúst nk. mbl/Golli

Danskir veitingamenn eru ekki par hrifnir af reykingabanni sem tekur gildi þann 15. ágúst næstkomandi. Þeir hyggjast leita réttar síns og leita nú að lögmanni til þess að flytja mál þeirra gegn ríkinu.

Í ágúst tekur reykingabann gildi á börum og veitingastöðum í Danmörku. Nokkur fjöldi veitingamanna í landinu hefur tekið höndum saman gegn banninu og hyggjast stefna ríkinu.

„Ríkið treður á frelsi okkar þegar það reynir að koma á reykingabanni gegn vilja okkar,“ segir veitingamaður í Árósum og formaður sambands veitingamanna og segist jafnframt bjartsýnn á að vinna málið.

Lektor við háskóla Álaborgar segir veitingamenn ekki eiga mikla von. Það sé eitt hlutverka þingsins að ákveða hvernig fólk megi haga sér og ekki einu sinn stjórnarskráin verndi menn gegn slíku inngripi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert