Lífrænt eldsneyti úr ávaxtasykri

Hugsanlega má vinna eldsneyti úr eplum og appelsínum
Hugsanlega má vinna eldsneyti úr eplum og appelsínum mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Bandarískir vísindamenn segja að vinna megi öflugt eldsneyti úr áxvaxtasykri úr ávöxtum á borð við epli og appelsínur. Þá segja breskir vísindamenn í nýrri skýrslu að lífrænt eldsneyti megi vinna úr öllum tegundum rusls, t.a.m. plastpokum.

Stjórnmálamenn í Bandaríkjunum og löndum Evrópusambandsins binda margir miklar vonir við lífrænt eldsneyti, en ýmsir hafa gagnrýnt að eldsneyti framleitt úr matvælum geti hækkað matvælaverð. Vísindamenn við Michigan-Wisconsin háskóla segja að framleiða megi eldsneyti úr ávaxtasykri, sem nýti orkuna mun betur en lífrænt eldsneyti hefur gert hingað til.

Ef hægt verður að vinna eldsneyti úr ávaxtasykri á hagkvæman hátt gæti vinnslan orðið að ódýrrri orkulind sem orsakaði ekki mikla útblástursmengun. Rannsaka þarf þó hver áhrif af slíkri ræktun gæti orðið á matvælaframleiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert