Dauðarefsing gegn Rushdie enn í gildi

Salman Rushdie með bók sína Söngvar Satans, sem á að …
Salman Rushdie með bók sína Söngvar Satans, sem á að hafa móðgað hinn íslamska heim. Reuters

Dauðrefsingin fatwa, sem gefin var út gegn Salman Rushdie af leiðtoga Írans fyrir átján árum síðan, er enn í gildi og mun halda áfram að vera það, sagði íranskur klerkur eftir að Englandsdrottning aðlaði hinn umdeilda rithöfund.

„Í íslömsku Íran er uppreisnar fatwa, sem gefin var út af Iman Khomeini ennþá í gildi, og verður ekki breytt,“ sagði Hojatoleslam Ahmad Khatami í bænastund í Tehran.

Fyrir átján árum síðan neyddist Rushdie til þess að fara í felur eftir að gefin var út dauðrefsing gegn honum vegna bókar hans Söngvar Satans. Árið 2005 ítrekaði eftirmaður Khomeinis, Ayatollah Ali Khameini, að dauðarefsingin væri enn í gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert