Leyniþjónusta Bandaríkjanna réð meðlimi mafíunnar til að granda Kastró

Það hefur reynst hægara sagt en gert að koma Kastró …
Það hefur reynst hægara sagt en gert að koma Kastró yfir móðuna miklu Reuters

Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, bauð meðlimum bandarísku mafíunnar 150.000 Bandaríkjadali fyrir að myrða Fídel Kastró, forseta Kúbu. Þetta komur fram í leyniskjölum frá árinu 1973 sem stofnunin birti í dag.

Leyniþjónustan valdi mann að nafni Johnny Roselli til að sjá um verkefnið, en hann valdi svo mann sem kallaður var Sam Gold til að fremja morðið. CIA komst svo að því að Gold þessi var í raun Salvatore „Momo" Giancana, leiðtogi mafíunnar í Chicago, sem sagður var „arftaki Al Capone".

Roselli var gert ljóst að ríkisstjórn Bandaríkjanna mætti alls ekki komast á snoðir um aðgerðina. Maður að nafni Santos Trafficant var fenginn til liðs við Giancana, en þeir voru báðir á lista ríkissaksóknara yfir mest eftirlýstu menn landsins.

Giancana vildi ekki nota vopn til að koma Kastró fyrir kattarnef og stakk þess í stað upp á einhvers konar töflu sem koma mætti fyrir í mat eða drykk.

Kúbanskur embættismaður sem tengdist mafíunni fékk pillurnar, en eftir nokkurra vikna tilraunir gafst hann upp og hættu glæpamennirnir þá við að taka að sér verkefnið. Enginn þeirra fékk nokkru sinni greitt fyrir verkefni, og kemur m.a.s. fram að eiturtöflunum hafi verið skilað.

Leyniþjónustan gafst á endanum upp á áformum sínum um að myrða Kastró eftir hina misheppnuðu innrás í Svínaflóa árið 1961.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert