Brown tekur við embætti forsætisráðherra

Gordon Brown mun halda til Buckinghamhallar í dag.
Gordon Brown mun halda til Buckinghamhallar í dag. Reuters

Tony Blair mun halda á fund Englandsdrottningar á hádegi í dag og skila umboði sínu sem forsætisráðherra hennar eftir síðasta fyrirspurnartíma sinn í neðri deild þingsins og Gordon Brown fjármálaráðherra og formaður Verkamannaflokksins mun fara á fund drottningar klukkan eitt og taka við starfi forsætisráðherra.

Fréttavefur BBC skýrir frá því að talið sé mjög líklegt að iðnaðarráðherrann, Alistai Darling mun taka við sem fjármálaráðherra og að innanríkisráðherrann John Reid muni einnig segja af sér í kjölfar uppstokkunar í ráðherraliðinu.

Einnig er reiknað með því að Blair hætti sem þingmaður Verkamannaflokksins en frekari uppstokkun mun verða gerð á fimmtudaginn.

Brown hefur sagt að hann muni leggja mikla áherslu á mennta- og húsnæðismál en að mest liggi á að koma heilbrigðiskerfinu á réttan kjöl. Hann hefur einnig sagt að skiptar skoðanir séu innan flokksins og meðal þjóðarinnar um þátttöku Breta í stríðinu við Írak og að af þeirri reynslu sé hægt að draga lærdóm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert