Bíóetanól í öllum dönskum bílum frá og með næsta ári

Frá Kaupmannahöfn
Frá Kaupmannahöfn

Samkvæmt heimildum Berlingske tidende ætlar danska ríkisstjórnin að kynna á næstu dögum áætlun sem kveður á um að allt bensín og öll díselolía sem selt verður í Danmörku eigi að innihalda bíóetanól.

Áætlunin kveður á um lög verði sett um að innihald bíóetanóls í öllu eldsneyti. Á næsta ári verði það að minnsta kosti 2% af innihaldið eldsneytis en hlutfallið aukist í 3% árið 2009 og í 5,75% árið 2010.

Umræður hafa átt sér stað milli ríkisstjórnarflokkanna og í Danmörku um málið og virðist sem niðurstaða hafi fengist í þær viðræður. Konservative Folkeparti vildi bíða með að innleiða bíóetanól þar til önnur kynslóð bíóetanóls kæmi á markaðinn en hefur látið af þeim kröfum sínum.

Margir binda vonir við að bíóetanól geti leyst hin hefðbundna eldsneyti af hólmi sem umhverfisvænni eldsneytisgjafi en það er yfirleitt blandað bensíni eða díselolíu. Við það dregur úr útblæstri koltvíoxíðs úr bílum. Bíóetanól er meðal annars búið til úr sykri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert