Önnur sprengja fannst í Lundúnum

Park Lane hefur verið lokuð í dag vegna rannsóknar lögreglu
Park Lane hefur verið lokuð í dag vegna rannsóknar lögreglu Reuters

Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að önnur sprengja hafi fundist í bifreið við Park Lane í dag. Gatan hefur verið lokuð í dag ásamt Hyde garðinum vegna grunsamlegrar bifreiðar. Fréttastofan AFP hefur eftir heimildum innan lögreglunnar að málið tengist augljóslega sprengju sem fannst við næturklúbb í borginni í nótt.

Talsmaður Scotland Yard sagði á blaðamannafundi í kvöld að sprengjurnar hafi verið sömu gerðar, útbúnar úr bensíni, gasi og nöglum.

Þá herma fregnir að um umtalsvert magn sprengiefna hafi verið að ræða. AFP segir einnig að ætlunin hafi verið að láta sprengjuna springa á Haymarket hverfinu í borginni, á sama svæði og fyrri sprengjan fannst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert