Breskir læknar í uppnámi

Inngangur flugstöðvarinnar í Glasgow þar sem tveir menn gerðu misheppnað …
Inngangur flugstöðvarinnar í Glasgow þar sem tveir menn gerðu misheppnað sprengjutilræði. DAVID MOIR

Breskir læknar segja það áfall fyrir stéttina að flestir hinna grunuðu um misheppnuð sprengjutilræði í Bretlandi um helgina eru læknar af erlendum uppruna eða starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar. Formaður alþjóðanefndar breska læknasambandsins segir að ef læknarnir eru sekir hafi þeir ekki aðeins svikið samfélag sitt heldur einnig stéttina. Málið hefur vakið upp spurningar varðandi aðferðir við ráðningar erlendra lækna inn á breskar heilbrigðisstofnanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert