Hús skemmdust er sprengjur sprungu í S-Frakklandi

Tvö hús skemmdust í Suður-Frakklandi í nótt er sprengjur sprungu í bænum Guethary. Enginn slasaðist er sprengjurnar sprungu, að sögn sjúkraliða í bænum. Bærinn er í Baska-héraði. Þrír félagar í ETA, aðskilnaðarhreyfingu Baska, voru handteknir skammt frá landamærum Frakklands og Spánar í gær og er jafnvel talið að sprengingarnar tengist handtöku þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Arna Rut Sveinsdóttir: huh?
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert