Barneignalögin skapa spennu á milli stétta í Kína

Yfirvöld í Hunan-héraði í Kína segja að yfir 2.000 opinberir starfsmenn í héraðinu hafi brotið lög, sem kveða á um að hjón skuli ekki eiga fleiri en eitt barn, á árunum 2000 til 2005. Fyrr á þessu ári tilkynntu kínversk yfirvöld að til stæði að hækka verulega sektir á efnameiri borgara sem brjóta barnseignalöggjöfina. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Talið er að upplýsingarnar muni ýta mjög undir gagnrýni á meðlimi kommúnistaflokksins svo og efnameiri fjölskyldur í landinu.

Mikið mun vera um það í Kína að efnafólk virði barneignalögin að vettugi þar sem það munar lítið um að greiða þær sektir sem legið hafa við slíkum brotum. Mun slíkt þegar hafa ýtt undir andúð hinna efnaminni, sem neyðast til að hlíta lögunum, í garð þeirra efnameiri, sem þeir segja haga sér eins og þeir séu yfir lögin hafnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert