Hús til sölu fyrir 10 milljarða

Húsið sem nú er til sölu í Beverly Hills.
Húsið sem nú er til sölu í Beverly Hills. AP

Hús í Beverly Hills í Kalíforníu hefur verið auglýst til sölu fyrir 165 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, og mun húsið þar með vera dýrasta einbýlishús í Bandaríkjunum. Húsið var byggt á þriðja áratug síðustu aldar en blaðakóngurinn William Randolph Hearst keypti það árið 1947 og bjó í því um tíma.

Í húsinu eru 29 svefnherbergi, þrjár sundlaugar, tennisvellir, kvikmyndasalur og næturklúbbur. Núverandi eigandi hússins er lögmaðurinn og fjárfestirinn Leonard Ross, sem keypti það árið 1976. Hann ætlar nú að breyta um lífsstíl, að sögn umboðsmanns hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert