Bannar alla bandaríska styrki

Hugo Chavez, forseti Venesúela og Alexander Lukashenko.
Hugo Chavez, forseti Venesúela og Alexander Lukashenko. Reuters

Alexander Lukashenko, forseti Hvíta Rússlands, heitir því að loka öllum óháðum hjálparsamtökum sem þiggja styrki frá Bandaríkjunum og segir Hvítrússa sem þiggja slíka fjárstyrki eyðileggja landið.

Lukashenko, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu vegna alræðislegra stjórnarhátta hans, krafðist þess jafnframt að Bandaríkjamenn láti af stuðningi við stjórnarandstöðuflokka Hvíta Rússlands. Honum og æðstu embættismönnum ríkisstjórnarinnar hefur verið bannað að ferðast til ríkja Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.

Lukashenko minntist ekki á ákveðin samtök, en sagði að þeim yrði lokað innan tíðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert