Alitalia stendur jafnvel Eskimóum og Kínverjum til boða

Flugvélar Alitalia og Air One á Fiumicinos alþjóðaflugvellinum í Róm.
Flugvélar Alitalia og Air One á Fiumicinos alþjóðaflugvellinum í Róm. Reuters

Emma Bonino, ráðherra Evrópumála á Ítalíu, segir ítölsk yfirvöld reiðubúin til að selja hverjum sem er flugfélagið Alitalia, geti þeir snúið rekstri félagsins við. "Geti þeir fengið hlutina til að ganga upp, bjóðum við jafnvel Eskimóa og Kínverja velkomna,” sagði hún á blaðamannafundi í dag.

Yfirvöld á Ítalíu leita nú leiða til að bjarga rekstri Alitalia eftir að ítalska flugfélagið Air One og bandaríska sjóðafyrirtækið Matlin Patterson hættu við að gera tilboð í Alitalia í síðustu viku. Í lok júní hætti rússneska flugfélagið Aeroflot einnig við þátttöku í útboðinu.

Rekstur flugfélagsins hefur gengið brösuglega og í útboðsskilmálum kom fram að kaupandinn þyrfti að yfirtaka skuldir Alitalia en þær námu yfir einum milljarði evra í desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert