Chavez hótar að vísa gagnrýnendum sínum úr landi

Hugo Chavez segir það ekki koma til greina að útlendingar …
Hugo Chavez segir það ekki koma til greina að útlendingar komi til landsins til þess að brúka munn um stjórn landsins eða störf forsetans. AP

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur heitið því að vísa útlendingum úr landi sem annaðhvort gagnrýna hann sjálfan eða ríkisstjórn hans opinberlega. „Enginn útlendingur getur komið hingað og ráðist á okkur. Hver sá sem gerir slíkt verður að vera vísað úr landinu,“ sagði Chavez í vikulegu sjónvarps- og útvarpsávarpi sínu.

Chavez hefur einnig fyrirskipað embættismönnum sínum að fylgjast með yfirlýsingum einstaklinga í Venesúela sem eru þekktir á alþjóðamælikvarða.

Ummæli forsetans féllu stuttu eftir að háttsettur stjórnmálamaður í Mexíkó gagnrýndi stjórnvöld í Venesúela opinberlega.

„Hversu lengi eigum við að leyfa einstaklingum - sem koma frá hvaða landi sem er í heiminum - að koma inn á okkar heimili og segja að hér sé einræði, að forsetinn sé einráður og enginn gerir neitt í því?“ sagði Chavez er hann ávarpaði þjóð sína í sínu vikulega ávarpi sem kallast „Halló forseti“.

„Það má ekki leyfi slíkt. Þetta er spurning um þjóðarstolt,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert