Foreldrar Madeleine sæta vaxandi gagnrýni í Portúgal

Kate og Gerry McCann sæta nú vaxandi gagnrýni.
Kate og Gerry McCann sæta nú vaxandi gagnrýni. Reuters

Foreldrar bresku stúlkunnar Madeleine McCann og vinir þeirra sæta nú vaxandi gagnrýni í Portúgal fyrir að neita að tjá sig um aðdraganda þess að stúlkunni var rænt. Hefur því verið haldið fram í portúgölskum blöðum að misræmis hafi gætt í framburði fólksins, um það hvað gerðist kvöldið sem henni var rænt, og að hópurinn hafi gert með sér þagnarbandalag. Þá hafa jafnvel verið settar fram kröfur um það að hjónin verði ákærð fyrir vitaverða vanrækslu. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Foreldrarnir, Kate og Gerry McCann, voru ásamt sjö öðrum á veitingastað í nágrenni sumarleyfisíbúðar sinnar er stúlkunni var rænt þann 3. maí síðastliðinn. Þau staðhæfa að einhver úr hópnum hafi litið til Madeline og tveggja yngri systkina hennar á hálftíma fresti allt kvöldið og að ekkert hafi því verið athugavert við hegðun þeirra.

Gerry McCann svaraði ásökunum um vanrækslu í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum nýlega. „Börnin voru steinsofandi og við kíktum reglulega til þeirra. Við töldum okkur ekki þurfa barnfóstru. Við erum góðir foreldrar og okkur fannst það sem við gerðum fullkomalega réttlætanlegt á þeim tíma,” sagði hann.

Ekkert hefur spurst til stúlkunnar síðan henni var rænt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert