Reyndi að særa illa anda út úr barnabarni sínu

Karlmaður á fimmtugsaldri lést eftir að lögregla réðst til atlögu við hann í Phoenix í Arizona er hann reyndi að særa illa anda út úr þriggja ára gömlu barnabarni sínu. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn að reyna að kyrkja litlu stúlkuna.

Á fréttavef CNN kemur fram að móðir stúlkunnar hafi verið í herberginu þar sem afinn reyndi að særa anda út úr stúlkunni. Móðirin, sem er 19 ára, var alblóðug og klæðalaus þegar lögregla kom á svæðið en bæði móðir og dóttir eru á sjúkrahúsi og ekki eru veittar upplýsingar um líðan þeirra, samkvæmt CNN.

Þar kemur fram að ættingjar mannsins höfðu samband við lögreglu en talið er að maðurinn hafi einnig reynt að særa illa anda út úr stúlkunni á fimmtudag. Þegar lögregla kom á staðinn á laugardag heyrðust neyðaróp stúlkunnar innan úr íbúðinni og þurftu lögregla að brjóta sér leið inn í herbergið. Var stúlkan alblóðug og var afinn að reyna að kyrkja hana. Beitti lögregla rafbyssu á manninn og tókst að bjarga stúlkunni. Maðurinn missti hins vegar meðvitund og að sögn lögreglu var hann látinn þegar komið var með hann á sjúkrahús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert