387 látnir eftir jarðskjálfta í Perú

Að minnsta kosti 387 létust í hörðum jarðskjálfta í Perú í gærkvöldi og yfir þúsund manns eru slasaðir Tugir þúsunda íbúa landsins flúðu út úr húsum sínum þegar skjálfti upp á 7,7 á Richter reið yfir landið. Eyðileggingin er gríðarleg á suðurströnd landsins og eru bæir eins og Pisco og Chincha í rúst eftir skjálftann sem er sá harðasti sem riðið hefur yfir Suður-Ameríku um áratuga skeið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert