Indverskir flugmenn slógu met í hnattflugi

Indverska fisflugvélin á Reykjavíkurflugvelli nýlega.
Indverska fisflugvélin á Reykjavíkurflugvelli nýlega. mbl.is/ÞÖK

Indverskir herflugmenn lentu í morgun í Hindon í Uttar Predesh á Indlandi 80 dögum eftir að þeir lögðu af stað í hnattflug á einshreyfils fisflugvél. Tókst þeim að slá fyrrum met í hnattflugi slíkra flugféla um 19 daga. Á leiðinni flugu flugmennirnir yfir 16 lönd og lentu á 81 stað, þar á meðal í Reykjavík og á Höfn.

Indverskir fjölmiðlar hafa eftir yfirmönnum í indverska flughernum, að ferðin hafi gengið ver en áætlað var vegna óhagstæðra veðurskilyrða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert