Litlir möguleikar sagðir á sáttum og stöðugleika í Írak

Bandarísk leyniþjónustuyfirvöld birta í dag mat sérfræðinga sinna á möguleikunum á því að stöðugleika og sáttum verði komið á í Írak. Samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Times eru þar m.a. settar fram alvarlegar efasemdir um hæfni Nuri al-Malikis, forsætisráðherra Íraks, til að stuðla að sáttum og stöðugleika í landinu.

„Í skýrslunni kemur fram að lítill árangur hafi náðst og þar eru settar fram efasemdir varðandi möguleikana á pólitískum sáttum í náinni framtíð,” segir ónefndur heimildarmaður blaðsins.

Þá mun koma fram í skýrslunni að flestir hópar sjíta standi þétt að baki Maliki fyrst og fremst vegna þess að Írakar viti að það sé allt að því ómögulegt að mynda aðra starfhæfa stjórn í landinu.

Í skýrslunni mun einnig koma fram að fjölgun í herafla Bandaríkjamanna í Írak hafi skilað nokkrum árangri og að brotthvarf bandaríska herliðsins þaðan muni að öllum líkindum leiða til enn meira ófremdarástands en nú ríki í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert